Manchester City óttast enn að félagið þurfi að spila án Kyle Walker gegn Arsenal um helgina.
Walker meiddist í leik með enska landsliðinu á dögunum en spilað var við Brasilíu í vináttulandsleik.
Bakvörðurinn fór snemma af velli vegna meiðsla en City mætir Arsenal á sunnudaginn næstkomandi.
Greint var frá því í vikunni að meiðslin væru ekki alvarleg en óvíst er þó með þátttöku Walker.
Um er að ræða meiðsli aftan í læri en það væri gríðarlegt högg fyrir meistarana að vera án Walker í þessum titilslag.