Það er ljóst að enski landsliðsmarkvörðurinn Sam Johnstone mun ekki ferðast með liðinu á EM í sumar.
Johnstone fór í aðgerð vegna meiðsla á olnboga en hann var í hóp enska liðsins í þessum mánuði.
Johnstone lék ekki gegn Brasilíu í vináttulandsleik en átti að spila gegn Belgíu nokkrum dögum síðar.
Ekkert varð úr því og þurfti leikmaðurinn að draga sig úr hópnum en James Trafford hjá Burnley var kallaður inn.
Nú er búið að staðfesta það að Johnstone nái sér ekki fyrir sumarið og er einnig búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Crystal Palace í ensku deildinni.