Manchester United er farið að skoða það alvarlega að kaupa Ivan Toney framherja Brentford í sumar.
Ensk blöð segja frá þessu en allar líkur eru á því að enski landsliðsmaðurinn fari frá Brentford í sumar.
Arsenal og Chelsea hafa sýnt áhuga á því að fá Toney í sumar.
Nú segja blöðin að Manchester United sé komið inn í leikinn en vitað er að Untied vill styrkja fremstu víglínu.
Félagið vill mann til að styðja við og keppa við Rasmus Hojlund en ljóst er að Anthony Martial fer frá félaginu í sumar.