Harry Kane mun snúa aftur á heimavöll Tottenham á næsta undirbúningstímabili en þetta var staðfest í dag.
Kane yfirgaf Tottenham í fyrra og samdi við Bayern Munchen þar sem hann hefur raðað inn mörkum.
Fyrir það var Kane allan sinn feril samningsbundinn Tottenham en spilaði þó annars staðar á láni.
Tottenham hefur staðfest það að liðið muni spila við Bayern þann 10. ágúst í keppni sem ber heitið VisitMalta.
Leikurinn fer fram viku áður en enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik.