Malik Scott, unnustu Kadie Abdo hótar því að taka í Jamie Carragher ef hann dirfist til að gera lítið úr unnustu sinni aftur í sjónvarpi.
Abdo og Carragher starfa saman hjá CBS yfir Meistaradeild Evrópu en Carragher sagði í beinni útsendingu á dögunum að Abdo væri að halda framhjá kærasta sínum.
Þetta vakti mikla athygli en Carragher ákvað að biðjast afsökunar degi síðar. „Það pirraði mig mest að þetta fór í taugarnar á henni,“ segir boxarinn, Malik Scott.
„Þetta var bara vandamál fyrir mig þegar Kate var pirruð. Ef Kate er pirruð yfir einhverju þá skiptir það mig máli.“
„Ef þetta kemur fyrir aftur þá hringi ég í hann og ef hann svarar ekki þá mæti ég á svæðið og við ræðum þetta eins og menn. Hann ætti að passa sig á því.“
„Jamie baðst afsökunar og það er gott að hann hafi séð að þetta var rangt.“