Albert Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins þakkar fyrir stuðninginn í færslu á Instagram. Hann hefur ekki rætt við fjölmiðla um langt skeið og fór ekki í nein viðtöl í verkefni íslenska landsliðsins.
Draumur Íslands um að fara á Evrópumótið varð að engu í gær eftir sárgrætilegt 2-1 tap gegn Úkraínu í Pólland.
Íslenska liðið leiddi 1-0 í hálfleik eftir frábært mark frá Alberti Guðmundssyni, hann lék á varnarmenn Úkraínu og hamraði boltanum í netið.
„Grátlega nálægt þessu, takk fyrir stuðninginn,“ skrifar Albert í færslu á Instagram.
„Þangað til næst,“ segir hann svo einnig en Albert skoraði þrennu geng Ísrael í fyrri leiknum í þessu verkefni en eins og fyrr segir hefur hann ekki fengið að ræða við íslenska fjölmiðla í þessu verkefni.
Viktor Tsygankov jafnaði eftir vandræðagang í vörn Ísland þegar seinni hálfleikur var níu mínútna gamall.
Það var svo Mykhailo Mudryk sem skoraði sigurmark Úkraínu á 84 mínútu en hann fékk boltann fyrir utan teig og skaut að marki, pressa íslenska liðsins var slök og Hákon Rafn Valdimarsson sá boltann seint í markinu.
Íslenska liðið reyndi að jafna leikinn til að koma leiknum í framlengingu en það tókst ekki. Draumurinn um EM sæti varð ekki að veruleika.