Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
29 þúsund miðar eru seldir á leik Íslands og Úkraínu hér í Póllandi í kvöld. Búist er við 34 þúsund áhorfendum á vellinum.
Um er að ræða úrslitaleik um sæti á EM og því mikið undir. Það er spilað í Póllandi en ekki Úkraínu vegna stríðsástandsins þar í landi.
Það má búast við 4-500 Íslendingum á meðal áhorfenda í kvöld. Þeir sem mæta þurfa því að láta vel í sér heyra.
Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma.