Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn í leikmannahóp Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu í kvöld. Hann virðist hafa jafnað sig af meiðslum.
Íslenska landsliðið hefur skilað inn 23 manna hópi sínum fyrir leikinn í kvöld.
Stefán Teitur Þórðarson sem var kallaður inn í hópinn eftir sigurinn á Ísrael er utan hóps í kvöld.
Arnór Sigurðsson dettur út frá leiknum við Ísrael vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Ísrael.
Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 19:45 en spilað verður í Póllandi þar sem búist er við um 500 Íslendingum í stúkunni.