Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Ísland og Úkraína mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Á blaðamannafundi í gær var Age Hareide, þjálfari Íslands, spurður út í ástandið í Úkraínu vegna innrásar Rússa.
„Við komum frá lýðræðisríkjum, Íslandi og Noregi. Við höfum séð ástandið í Úkraínu og tekið við mikið af flóttafólki frá landinu. Við finnum auðvitað til með fólkinu, fólki sem þarf að yfirgefa heimili sín. Líf þessa fólks er skelfilegt sem stendur,“ sagði Hareide þá.
Einbeitingin er þó á leiknum í kvöld.
„Þegar þú spilar fótbolta hugsarðu ekki um neitt annað. En þetta sameinar þjóðina, fótbolti getur hjálpað mikið til.“
Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 19:45 í kvöld að íslenskum tíma.