Guðmundur Þórarinsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var sársvekktur eftir tap liðsins gegn Úkraínu í kvöld.
Um var að ræða úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu.
„Það er erfitt að ná ekki að halda betur í boltann en við gerðum, þeir eru með mjög gott lið;“ sagði Guðmundur eftir leik.
„Við gerðum allt rétt í fyrri hálfleik, svo kemur þetta fyrsta mark og þá fá þeir meðbyr með sér og stjórna leiknum og skora aftur.“
Guðmundur fékk kantmann Úkraínu á sig í fyrra marki þeirra í 2-1 tapinu.
„Ég ætla að reyna að hægja á honum og fá hjálparvörnina með mér, það var erfitt að stoppa það. Ég vonast til að hjálparvörnin sé þarna, ég þarf að horfa á þetta aftur.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.