fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

„Þetta segir ýmislegt um smæð okkar þjóðar“

433
Mánudaginn 25. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM annað kvöld. Íþróttalýsandinn ástsæli, Guðmundur Benediktsson, lýsir leiknum að venju.

Guðmundur, eða Gummi Ben eins og hann er gjarnan kallaður, lýsti einnig undanúrslitaleiknum gegn Ísrael. Þar fór sonur hans, Albert Guðmundsson, á kostum og skoraði þrennu.

„Þetta segir ýmislegt um smæð okkar þjóðar og var skemmtilegt,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í hlaðvarpi Íþróttavikunnar.

Albert skoraði þrennu gegn Ísrael og íslenska liðið þarf á annarri eins frammistöðu frá honum að halda á morgun.

„Hann fór víst í viðtal við BBC eftir leik og var spurður út í Albert meðal annars. Hann þurfti að útskýra í miðju viðtali að hann væri jú faðir drengsins,“ sagði Helgi léttur í bragði, en hann var í Búdapest á leiknum gegn Ísrael sem og Guðmundur.

Guðmundur hefur lengi verið einn allra fremsti íþróttalýsandi Íslands. Hann öðlaðist þá heimsfrægð þegar hann lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM 2016.

„The crazy commentator. Hann hefur hrifið land og þjóð frá því á EM í Frakklandi,“ sagði Hörður.

Leikur Íslands og Úkraínu annað kvöld hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Hann fer fram í pólsku borginni Wroclaw en ekki Úkraínu vegna stríðsins þar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna