Rio Ferdinand segir tvær goðsagnir í fótboltanum ekki þola Cristiano Ronald og það sé frekar augljóst.
Ferdinand sem var samherji Ronaldo hjá Manchester United heldur þessu fram í hlaðvarpi sínu.
Hann byrjar þar á að ræða um Ronaldo frá Brasilíu. „Það er ósætti þar og það tengist nafninu, hann telur Cristiano hafa mætt og stolið nafninu sínu. Það er vandamál í hans huga,“ segir Ferdinand.
„Hann var Ronanldo en svo kemur Cristiano og þá fóru allir að tala um hann sem „Feita“ Ronaldo sem var ekki fallegt.“
Ferdinand segir að Thierry Henry sé svo annar sem hafi horn í síðu Cristiano.
„Hvernig Thierry talar um Cristiano eða kannski það sem hann segir ekki, hann talar um hann eins og þetta sé ekki neitt.“
„Hann reynir að tala Cristiano niður í hvert skipti.“