Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United vill sjá félagið gefa Scott McTominay miðjumanni félagsins nýjan samning.
Erik ten Hag reyndi að selja McTominay síðasta sumar en sá skoski hefur staðið sig vel í vetur.
McTominay hefur hrifið Ratcliffe eftir að hann eignaðist 27,7 prósenta hlut í félaginu.
Nú segja ensk blöð að United vilji gera nýjan samning við McTominay og hann geti fengið allt að 120 þúsund pund á viku.
McTominay er með 60 þúsund pund á viku í dag og því er veruleg launahækkun í boði.