Það bíða margir spenntir eftir ákvörðun Xabi Alonso en hann er gríðarlega eftirsóttur knattspyrnustjóri.
Alonso er sterklega orðaður við bæði Liverpool og Bayern Munchen sem leita að þjálfara fyrir næsta tímabil.
Alonso er þjálfari Leverkusen í dag og hefur gert frábæra hluti en hann lék fyrir Bayern og Liverpool sem leikmaður.
Mirror greinir frá því í dag að Alonso sé búinn að ákveða fyrstu kaup sín ef hann verður ráðinn til Liverpool í sumar frekar en Bayern.
Alonso myndi vilja taka varnarmanninn Edmond Tapsoba með sér til Liverpool en hann er 25 ára gamall og er mjög öflugur í öftustu línu.
Tapsoba hefur spilað stórt hlutverk undir Alonso hjá Leverkusen og hefur hann einnig verið orðaður við Chelsea og Manchester United.