Sven-Göran Eriksson fær að upplifa drauminn í dag er hann þjálfar lið goðsagna Liverpool gegn goðsögnum Ajax á Anfield.
Eriksson greindist með krabbamein fyrir ekki svo löngu og á ekki mikið ólifað vegna sjúkdómsins.
Eriksson er fyrrum landsliðsþjálfari Englands en hann gaf það út í viðtali í fyrra að það væri hans draumur að fá að þjálfa Liverpool á Anfield.
Sá draumur verður að veruleika í dag gegn Ajax en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, tók á móti Svíanum á Anfield.
Mynd af þeim félögum má sjá hér.
🔴 Sven-Goran Eriksson said he always wished to be Liverpool manager one day.
…and here he is, next to Klopp as he’ll be #LFC Legends manager today at Anfield for the game against Ajax Legends. pic.twitter.com/iE7kLIi4tx
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 23, 2024