Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Það voru ekki margir Íslendingarnir á vellinum á leik karlalandsliðsins gegn Ísrael í gær en þeir sem mættu létu vel í sér heyra.
Íslensku stuðningsmennirnir fengu allt fyrir peninginn en Strákarnir okkar unnu 4-1 sigur og eru komnir í úrslitaleik um sæti á EM, þar sem Úkraína verður andstæðingurinn.
Albert Guðmundsson var stórkostlegur í gær og gerði þrennu.
Leikmenn og stuðningsmenn fögnuðu vel og innilega saman eftir leik. Hér að neðan má sjá myndband af því.