Arsenal var rassskellt í æfingaleik í gær þar sem liðið mætti QPR til að halda mönnum í formi á meðan landsleikir eru.
Flestar stjörnur Arsenal voru ekki með en þeir Thomas Partey og Takehiro Tomiyasu voru með.
QPR vann 4-0 sigur í leiknum en QPR leikur í næst efstu deild.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið á leik gegn Manchester City eftir rúma viku.
Mikel Arteta vildi gefa mönnum sem hafa verið meiddir og spilað minna tækifæri til að spila leik en úrslitin voru ekki góð.