Alejandro Garnacho kantmaður Manchester United hefur engan áhuga á því að hlusta á tilboð frá Real Madrid á næstu árum. Spænskir miðlar segja frá.
Real Madrid hefur verið að sýna kantmanninum knáa áhuga síðustu vikur.
Garnacho er 19 ára gamall og hefur fest sig í sessi hjá Manchester United sem lykilmaður á þessu tímabili.
Samkvæmt fréttum á Spáni telur Garnacho það best fyrir sig að vera áfram hjá United næstu árin.
Garnacho útilokar það þó ekki að færa sig um set síðar á ferlinum en sem ungur drengur var hann hjá Atletico Madrid.