fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Eyðir Instagram síðu sinni eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 13:08

Sanz og Alves þegar allt var í góðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joana Sanz fyrrum eiginkona Daniel Alves hefur eytt Instagram síðu sinni eftir að yfirvöld á Spáni ákváðu að sleppa honum úr haldi.

Alves reynir nú að skrapa saman einni milljón evra og þá er hann laus úr fangelsi.

Sanz var eiginkona Alves þegar hann var handtekinn vegna nauðgunnar og var svo dómur yfir honum staðfestur í febrúar.

Alves fyrrum leikmaður Barcelona og fleiri liða losnar úr fangelsi, mánuði eftir að hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.

Alves hefur setið í fangelsi í eitt og hálft ár á meðan málið var í rannsókn og er það dregið frá dómi hans.

Dómstólar samþykktu að sleppa Alves lausum en hann borgar eina milljón evra í tryggingu, hann fær ekki vegabréf sitt.

Hann þarf að mæta fyrir dómara einnu sinni í viku til að staðfesta að hann sé enn í Barcelona, hann má einnig ekki koma nálægt fórnarlambi sínu.

Dómstólar voru ekki einhuga um þessa ákvörðun en Alves nauðgaði konunni á klósetti á skemmtistað undir lok árs 2022 og hafði síðan þá verið í haldi lögreglu.

Alves er fertugur og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.

Alves varð elsti leikmaður til að spila fyrir hönd Brasilíu á HM í Katar árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli