„Sigurinn nærir mjög mikið. Við byrjum þegar við fáum 1-0 markið á okkur, sem var kannski óþarfi. En við kveikjum alveg verulega á okkur þá og uppskerum eftir því,“ sagði Arnór Ingvi Traustason landsliðsmaður við 433.is eftir glæstan 4-1 sigur á Ísrael.
Sigurinn tryggir Íslandi úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM.
„Við þurftum að finna taktinn í leiknum og þetta var smá sveiflukennt. Um leið og við náum stjórn á leiknum byrjuðum við að spila mun betur og fengum meira sjálfstraust,“ sagði Arnór en Ísland lenti undir í kvöld.
Sjálfur fór hann af velli í seinni hálfleik.
„Ég fæ aðeins aftan í læri. En ég ætla að skoða þetta aftur uppi á hóteli. Við ætlum að sjá hvort þetta sé tognun en ég held ekki.“
Nánar er ætt við Arnór hér að neðan.