Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar liðið mætir Ísrael í kvöld. Þetta kemur fram á vef UEFA.
Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli í læri og getur ekki tekið þátt.
Hann tók þátt í fyrstu æfingu liðsins á mánudag en var ekki með á æfingu liðsins á þriðjudag, nú er ljóst að hann er frá í kvöld.
Þetta er áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefði Jóhann átt að vera fyrirliði Íslands í leiknum.
Á vef UEFA er Mikael Egill Ellertsson skráður í treyju númer sjö en ljóst er að Age Hareide þarf að teikna byrjunarlið sitt upp á nýtt.
LEikur Íslands og Ísraels er undanúrslitaleikur um laust sæti á EM en sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu.