Enskir fjölmiðlar hafa reynt að fá forráðamenn Liverpool til að tjá sig um hegðun Jurgen Klopp á sunnudag en það án árangurs.
Mikið er fjallað um viðtal sem Klopp fór í hjá Viaplay eftir tapleik gegn Manchester United í enska bikarnum. Klopp var verulega ósáttur með spurningar sem hann fékk þar.
Enska félagð hefur hins vegar ekki viljað ræða það hvort framkoma Klopp hafi verið dónaleg eða ekki.
Niels Christian Fredericksen fréttamaður hjá Viaplay í Danmörku segir að Jurgen Klopp hafi gólað og gargað á sig eftir að slökkt var á myndavélum í gær.
Klopp var verulega óhress með spurningar Fredericksen eftir tap geng Manchester United í fyrradag.
„Ég var virkilega hissa,“ segir Fredericksen við Tipsbladet.
klopp just walked out of his interview with scandinavian tv in a huff pic.twitter.com/4ZwmBfDQPb
— Richard Williams (@RichALWilliams) March 17, 2024
Klopp fór í viðtal við Viaplay í Danmörku þar sem hann var spurður út í það af hverju lið hans hefði orðið kraftlaust í framlengingu leiksins.
Klopp ræddi þá um það að Liverpool hefði spilað talsvert fleiri leiki en erkifjendur sínir undanfarið. United vann 4-3 sigur í framlengingu.
Fréttamaðurinn spurði þá hvort leikirnir væru hreinlega of margir, Klopp nennti ekki að svara því og labbaði úr viðtalinu.
„Þú ert ekki í þínu besta formi og ég er ekki í skapi fyrir þig,“ sagði Klopp og gekk úr viðtalinu.