Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður, gekk í raðir Brentford í janúar eftir stórgott tímabil með Elfsborg. Hann er ansi sáttur hjá Lundúnaliðinu og segir að félagsskapurinn sé góður.
„Það eru Danir þarna sem eru mjög fínir. Svo eru jafnaldrar mínir, Bretarnir. Það eru eiginlega bara allir þarna toppmenn,“ sagði Hákon við 433.is á hóteli íslenska landsliðsins í Búdapest í dag.
Ivan Toney er stærsta stjarna Brentford og Hákon kann vel við hann.
„Hann er mjög fínn gæi. Skemmtilegur og grínast mikið. Svo er hann auðvitað mjög góður í fótbolta.“
Toney hefur verið orðaður við stærri lið og telur Hákon að hann sé senn á förum.
„Ég tel ólíklegt að hann verði áfram á næsta tímabili. Það kemur í ljós hvaða lið kaupir hann.“
Ítarlegra er rætt við Hákon um Brentford og komandi landsleik gegn Ísrael í spilaranum.