Forráðamenn Manchester City eru með hnút í maganum eftir að Erling Haaland meiddist á æfingu norska landsliðsins í dag.
Haaland virtist meiða sig á æfingunni og var haltur og slappur eftir það.
Haaland missti af tólf leikjum í desember og janúar vegna meiðsla í fæti.
City mætti illa við því að missa Haaland út núna þegar mikilvægustu leikir tímabilsins fara fram.
Haaland hefur verið að hitna með City síðustu vikur en nú er ljóst að hann gæti misst af landsleikjum Noregs sem eru í þessari og næstu viku.
Erling Haaland appeared to sustain a fitness problem during Norway training today. 🇳🇴🚨pic.twitter.com/UcKzYl2wEI
— City Xtra (@City_Xtra) March 19, 2024