Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United hefur á tólf ára atvinnumannaferli sínum aldrei misst af leik vegna meiðsla.
Hann segir ýmsu að þakka en þar koma foreldrar hans og eiginkona helst við.
„Ég verð bara að þakka mömmu og pabba fyrir að hafa búið mig til á réttan hátt, með hörkuna að leiðarljósi,“ segir Fernandes
„Þau hafa mætt á síðustu tvo leiki hjá mér og gefið mér aukna orku. Eiginkona mín og krakkarnir sjá svo vel um mig.“
Fernandes segir að eiginkona hans taki mikla ábyrgð á heimilinu og það hjálpi til en þau eiga tvö börn.
„Eiginkona mín gerir frábæra hluti heima og gefur mér eins mikla hvíld og ég þarf, það er erfitt því við eigum tvö börn sem vilja alltaf leika.“
„Strákurinn vill alltaf vera í fótbolta en ég fæ að hvíla mig, leggja mig og gera allt sem ég þarf. Hún gerir allt til að hjálpa mér og fjölskylda mín á mikið í þessu.“