Fjallað var um málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar í Þungavigtinni í dag en Gylfi samdi við Val fyrir helgi.
Gylfi Þór hafði átt í viðræðum við Víking samkvæmt fréttum síðustu daga en valdi það að semja við Val.
Í Þungavigtinni var sagt frá því að Víkingur hefði gert nánast allt til þess að sannfæra Gylfa um að koma.
Hafi félagið meðal annars viðrað þá hugmynd við Gylfa að byrja að æfa á morgnana til þess að reyna að sannfæra hann.
Valur æfir alltaf á morgnana og hafði Víkingur samkvæmt Þungavigtinni áhuga á að gera slíkt hið sama til að lokka Gylfa.