Það eru nánast allar líkur á að Sofyan Amrabat muni ekki spila með Manchester United næsta vetur.
Amrabat var lánaður til United fyrir tímabilið en hefur lítið sem ekkert getað í treyju enska liðsins.
Amrabat er samningsbundinn Fiorentina en verður samningslaus sumarið 2025.
Gazzetta dello Sport á Ítalíu segir að Juventus hafi mikinn áhuga á að semja við Amrabat sem er 27 ára gamall.
Amrabat vakti athygli með Marokkó á HM í Katar 2022 en hann hefur spilað 22 leiki fyrir United á þessu tímabili.