fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Stöðvuðu slagsmál sem hefðu getað endað mjög illa: Þorði loksins að svara fyrir sig – ,,Farðu til fjandans“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var aldrei neitt grín að vinna undir stjórn Sir Alex Ferguson sem er einn besti ef ekki besti þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Ferguson gerði stórkostlega hluti með Manchester United í mörg ár en ákvað að segja skilið við boltann árið 2013.

Skotinn var gríðarlega skapstór og lét vel í sér heyra í klefanum fyrir og eftir leiki og jafnvel þó hans lið hefði unnið sinn leik.

Paul Ince léki með United undir stjórn Ferguson en hann hefur greint frá því að slagsmál hafi nánast brotist út eftir 3-1 sigurleik gegn Norwich.

Ince var gríðarlega óánægður með framkomu Ferguson eftir þennan ágæta leik og þurftu liðsfélaga að stíga inn í til að koma í veg fyrir slagsmál.

,,Þetta var eftir leik við Norwich á útivelli, við vorum að vinna viðureignina 3-1 og ég hafði spilað mjög vel,“ sagði Ince.

,,Á síðustu fimm mínútunum ákvað ég að reyna að taka einn eða tvo leikmenn á og tapaði boltanum, það var það eina.“

,,Við mættum inn í klefa eftir leik og allir voru ánægðir með úrslitin. Sir Alex kemur inn í klefa öskrandi og ég hugsaði bara með mér hvað væri í gangi, við vorum að vinna 3-1?“

,,Hann ákveður að taka mig sem dæmi og segir: ‘Þú, þú ert ekki Ryan Giggs eða Andrei Kanchelskis. Hlutverk þitt er að gefa boltann.’ Ég svaraði fyrir mig og spurði hvað í fjandanum hann væri að tala um.“

,,Hann kom nær og nær en ég hafði engan húmor fyrir þessu, mér var alveg sama hverjar afleiðingarnar yrðu, mér var alveg sama.“

,,Ég sagði einfaldlega: ‘Þú mátt fara til fjandans. Mér er dullu sama, gerðu það sem þú vilt. Þú ert að væla þegar við vorum að vinna, farðu til fjandans.’

Ince bætir síðar við að leikmenn liðsins hafi í raun stöðvað slagsmál þeirra á milli og nafngreinir þá Brian Kidd og Lee Sharpe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrða að þetta séu mennirnir fimm sem United skoðar að ráða

Fullyrða að þetta séu mennirnir fimm sem United skoðar að ráða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer endanlega frá Chelsea í sumar

Fer endanlega frá Chelsea í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal og Manchester United áhugasöm um framherja sem fæst ódýrt – Annað félag leiðir þó kapphlaupið

Arsenal og Manchester United áhugasöm um framherja sem fæst ódýrt – Annað félag leiðir þó kapphlaupið
433Sport
Í gær

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga