Það stefnir allt í vítaspyrnukeppni á Old Trafford þar sem Manchester United spilar nú við Liverpool.
Marcus Rashford var að jafna metin í 3-3 fyrir heimamenn í United en framlenging stendur nú yfir.
Rashford fékk dauðafæri í blálokin í venjulegum leiktíma en setti boltann framhjá stönginni.
Hann bætti upp fyrir það í framlengingunni og skoraði örugglega úr ákjósanlegri stöðu.
Markið má sjá hér.
Rashford’s goal 🤝 pic.twitter.com/J9JERlsHkW
— UtdPlug (@UtdPlug) March 17, 2024