Juventus 0 – 0 Genoa
Albert Guðmundsson spilaði með liði Genoa í dag sem mætti stórliði Juventus í erfiðum útileik.
Albert er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Genoa en komst ekki á blað að þessu sinni.
Landsliðsmaðurinn spilaði 70 mínútur í markalausu jafntefli en heimaliðið var töluvert sterkari aðilinn.
Juventus endaði leikinn manni færri en Dusan Vlahovic fékk tvö gul spjöld í uppbótartíma og þar með rautt.