Sir Jim Ratcliffe nú eigandi hjá Manchester United hefur ráðið Interpath Advisory til starfa, fyrirtækið á að skoða hvar er hægt að skera niður utan vallar hjá félaginu.
Starfsmenn Manchester United eru ansi margir og er ekkert félag á Englandi með fleiri starfsmenn á sínum snærum.
Ratcliffe vill skera niður um 25 prósent utan vallar og nota þá fjármuni í leikmannahópinn og í að byggja upp æfingasvæði félagsins og fleiri hluti.
Ratcliffe telur að gríðarlegur launakostnaður utan vallar hafi áhrif á þá hluti sem félagið á að geta gert innan vallar.
Ratcliffe vill taka ákvarðanir á næstu vikum, skera niður kostnað og nota þá fjármuni í að bæta við liðið sitt en hann á 27,7 prósent í félaginu en hann stýrir að því er virðist öllu sem skiptir máli þessa dagana.