Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson verður ekki í landsliðshópi Íslands sem kynntur verður á morgun fyrir leikinn gegn Ísrael samkvæmt því sem fram kemur á X-reikningi hlaðvarpsins Dr. Football.
Þetta kemur töluvert á óvart en flestir hafa búist við því að Rúnar verði í hópnum ásamt Hákoni Rafni Valdimarssyni og Elíasi Rafni Ólafssyni.
Rúnar gekk í raðir FC Kaupmannahafnar í janúar eftir að samningi hans við Arsenal var rift. Hann hefur verið varamarkvörður í dönsku höfuðborginni fyrstu vikurnar þar.
Ísland og Ísrael mætast eftir slétta viku í undanúrslitum umspils um sæti á EM í Þýskalandi. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á mótinu fimm dögum síðar.
Age Hareide landsliðsþjálfari opinberar hóp sinn klukkan 16 á morgun.
Rúnar Alex er ekki í landsliðshóp Íslands í play-off leikjunum síðar í mánuðinum ef marka má okkar fólk í Laugardalnum. Sóli Hólm mætir fyrir hönd Vesturbæinga og ræðir ákvörðun Age Hareide á mannamáli.
Sóli fór og fylgdist með lærisveinum sínum í Liverpool um síðustu helgi… pic.twitter.com/EJIL8cSmD3— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 14, 2024