Það eru læti í kringum Manchester United og nú hefur maðurinn sem tók viðtal við Rasmus Höjlund fengið margar hótanir síðustu daga.
Höjlund fór í viðtal við United we Stand sem er stuðningsmannavefur félagsins, þar stýrir Mark Goldbridge hlutunum.
Goldbridge tók viðtal við Höjlund í síðustu viku en ensk blöð segja að það hafi ekki farið vel í alla leikmenn liðsins.
Leikmenn United segja að vefurinn sé aðeins í neikvæðum hlutum og gefi leikmönnum aldrei hrós.
Nú hefur Goldbridge fengið morðhótanir eftir þessar fréttir og margir hóta því að drepa hann ef hann mætir á Old Trafford.
Sökum þess er lögreglan með eftirlit við heimili hans og hefur Goldbridge sjálfur þurft að auka gæslu sem hann kaupir sér.