Atletico Madrid er komið áfram eftir sigur á Inter í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu en leiknum var að ljúka í höfuðborginni á Spáni.
Það leit allt vel út fyrir Inter snemma leiks þegar Federico Dimarco kom liðinu í 1-0 og þar með 2-0 samanlagt en Inter vann fyrri leikinn á Ítalíu.
Tveimur mínútum eftir markið frá Dimarco var hins vegar komið að Antonie Griezmann að laga stöðuna fyrir heimamenn.
Það var svo varamaðurinn Memphis Depay sem kom Atletico í 2-1 og þar með 2-2 samanlagt. Grípa þurfti til framleningu en ekki var skorað þar.
Í vítaspyrnukeppninni voru það Atletico sem voru með betri taugar og eru komnir í átta liða úrslitnn. Inter klikkaði á þremur spyrnum af fimm.