Jordan Pickford markvörður Everton átti eftirminnilegan laugardag sem byrjaði á tapi gegn Manchester United.
Pickford er búsettur í Manchester og bauð í afmæli síðar um kvöldið í borginni.
Nokkuð vel var mætt í afmælið en þarna var Wayne Rooney fyrrum samherji Pickford og Seamus Coleman fyrirliði Everton var þar líka.
Megan Pickford eiginkona Jordan sá um að skipuleggja gleðskapinn sem virðist hafa verið glæsilegur.