Erik ten Hag er á blaði hjá Ajax yfir menn sem gætu hugsanlega tekið við starfi knattspyrnustjóra í sumar. Mirror segir frá.
Framtíð Ten Hag hjá Manchester United er í óvissu. Gengi liðsins hefur ekki verið gott á leiktíðinni og ekki er víst hvað Sir Jim Ratcliffe gerir í sumar nú þegar hann hefur tekið yfir fótboltahlið félagsins.
Ajax hefur átt ansi erfitt tímabil en sem stendur starfar John van ‘t Schip sem bráðabirgðastjóri.
Forráðamenn félagsins vonast til að bjartari tímar séu framundan en er talið að Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jurgen Klopp hjá Liverpool, sé raunhæfasti kosturinn.
Þó er Ten Hag, sem yfirgaf Ajax sumarið 2022 til að taka við United, einnig á blaði.