Leikmenn Manchester United hafa rætt við Rasmus Höjlund framherja liðsins um viðtal sem hann fór í á dögunum.
Þannig fór danski framherjinn í viðtal við The United Stand sem er stuðningsmannasíða hjá félaginu.
Leikmenn telja að síðan sé ansi neikvæð í garð liðsins og fari oft illa með leikmenn þegar rætt er um þá.
Vildu nokkrir leikmenn liðsins ræða þetta við Hojlund og ráðleggja honum frá því að ræða við Mark Goldbridge sem stýrir United Stand.
Samkvæmt enskum blöðum var Höjlund ekki meðvitaður um þetta en samkvæmt leikmönnum United er síðan dugleg að slátra leikmönnum félagsins.