Tom Cleverley, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið ráðinn þjálfari Watford í næst efstu deild Englands.
Þetta var staðfest í gær en Watford ákvað í gær að reka þjálfara sinn Valerien Ismael eftir um ár við stjórnvölin.
Cleverley lagði skóna á hilluna 2023 en hann er 34 ára gamall og hefur starfað sem þjálfari unglingaliðs Watford.
Hann mun sjá um að stýra Watford út tímabilið en liðið er í 13. sæti næst efstu deildar Englands.
Watford tapaði 2-1 heima gegn Coventry í gær og ákvað stjórn félagsins að reka Ismael úr starfi.