fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Öryggisvörður þurfti að bera stórstjörnuna út: Endaði dauðadrukkinn á klósettinu – ,,Rólex úrið liggur á gólfinu“

433
Laugardaginn 9. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir sem hafa fylgst með vinsælustu íþrótt heims kannast við nafnið Luka Modric sem spilar í dag með Real Madrid.

Modric vakti fyrst heimsathygli fyrir frammistöðu sína á Englandi en hann lék með Tottenham í sjö ár.

Modric er 38 ára gamall í dag en hann hatar ekki að fá sér í glas að sögn fyrrum liðsfélaga hans, Jermaine Jenas.

Jenas rifjar upp er hann kynntist Modric almennilega í fyrsta sinn en leikmenn Tottenham ákváðu þá að skella sér út á lífið í London.

,,Við skelltum okkur á djammið og þar færðu fyrst að sjá hvernig manneskjur nýju leikmennirnir eru,“ sagði Jenas.

,,Guð minn góður, hann upplifði kvöld hann Luka. Allir króatísku strákarnir voru frábærir en þeir elskuðu að fá sér í glas.“

,,Klukkan tíu er potað í mig og skilaboðin eru: ‘J, við þurfum á þinni hjálp að halda.’ Ég var dreginn inn á klósettbás þar sem Luka er nánast sofandi og Rolex úrið hans liggur á gólfinu.“

,,Að lokum þá þurfti öryggisvörðurinn að halda á honum út, við fórum með hann heim og sáum til þess að hann færi upp í rúm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna