Allir sem hafa fylgst með vinsælustu íþrótt heims kannast við nafnið Luka Modric sem spilar í dag með Real Madrid.
Modric vakti fyrst heimsathygli fyrir frammistöðu sína á Englandi en hann lék með Tottenham í sjö ár.
Modric er 38 ára gamall í dag en hann hatar ekki að fá sér í glas að sögn fyrrum liðsfélaga hans, Jermaine Jenas.
Jenas rifjar upp er hann kynntist Modric almennilega í fyrsta sinn en leikmenn Tottenham ákváðu þá að skella sér út á lífið í London.
,,Við skelltum okkur á djammið og þar færðu fyrst að sjá hvernig manneskjur nýju leikmennirnir eru,“ sagði Jenas.
,,Guð minn góður, hann upplifði kvöld hann Luka. Allir króatísku strákarnir voru frábærir en þeir elskuðu að fá sér í glas.“
,,Klukkan tíu er potað í mig og skilaboðin eru: ‘J, við þurfum á þinni hjálp að halda.’ Ég var dreginn inn á klósettbás þar sem Luka er nánast sofandi og Rolex úrið hans liggur á gólfinu.“
,,Að lokum þá þurfti öryggisvörðurinn að halda á honum út, við fórum með hann heim og sáum til þess að hann færi upp í rúm.“