Kjartan Henry Finnbogason var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Liverpool tekur á móti Manchester City í toppslag í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leiksins er beðið með eftirvæntingu.
„Ég held að ef City vinnur verða þeir meistarar. Ef Liverpool vinnur er þetta 50/50,“ sagði Kjartan um leikinn.
„Erum við ekki að gleyma liðinu sem er að vinna alla leiki 4, 6-0?“ skaut Helgi inn í áður en Hrafnkell tók til máls.
„Hafið þið unnið City þegar það er eitthvað undir?“ spurði hann.
„Við unnum þá í október og þá voru 3 stig undir,“ svaraði Helgi þá.
Kjartan stoppaði ágreininginn sem var í uppsiglingu snögglega. „Heyrðu, hættiði núna,“ sagði hann og hló.
Umræðan um enska boltann er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar.