Goðsögnin Steve Bruce hafði ekki áhuga á að mæta til vinnu áður en hann var rekinn sem knattspyrnustjóri Newcastle.
Þetta segir Amanda Staveley sem á hlut í enska félaginu en eigendur frá Sádi Arabíu eignuðust 80 prósent hlut í Newcastle 2021.
Bruce var þá þjálfari liðsins en hann áttaði sig um leið á því að nýir eigendur myndu breyta um þjálfara eftir komuna.
Staveley segir að það hafi þurft að breyta nánast öllu hjá stórliðinu og kom aldrei til greina að Bruce myndi halda starfinu á St. James’ Park.
,,Við þurftum að gera gríðarlega breytingar því rekstur félagsins hafði verið allt öðruvísi fyrir eigendaskiptin,“ sagði Stavaley.
,,Við vorum með lið í höndunum sem var komið á aldur, stuðningsmenn sem voru mjög reiðir og þjálfara sem vildi í raun ekki mæta í vinnuna. Við þurftum að pumpa lífi í félagið.“