Manchester United er að vinna lið Everton 2-0 þessa stundina en nýbúið er að flauta til hálfleiks.
Bæði mörk United komu af vítapunktinum en Bruno Fernandes skoraði það fyrra og Marcus Rashford það seinna.
Margir stuðningsmenn United vilja meina að liðið hafi átt að fá þriðju vítaspyrnuna undir lok fyrri hálfleiks.
Alejandro Garnacho fiskaði báðar vítaspyrnur United í leiknum og var nálægt því að næla í þá þriðju.
Deilt er um hvort United hafi átt að fá enn eina vítaspyrnuna en myndband af atvikinu má sjá hér.
Alejandro Garnacho once again waited for a penalty decisionpic.twitter.com/snlsRTSNIy
— FootColic ⚽️ (@FootColic) March 9, 2024