Það eru fáir miðjumenn í heiminum sem hafa staðið sig jafn vel og hinn belgíski Kevin de Bruyne undanfarin ár.
De Bruyne leikur með Manchester City og vinnur þar undir stjórn Pep Guardiola sem er einn besti ef ekki besti þjálfari heims.
De Bruyne var keyptur til City árið 2015 en ári seinna tók Guardiola við liðinu og hafa þeir starfað saman síðan þá.
Guardiola hafði áður hafnað því að semja við De Bruyne sem var leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi en hann var seldur þangað frá Chelsea.
Þetta segir miðjumaðurinn Fernandinho sem vann með þeim báðum á Etihad til margra ára.
,,Pep var hjá Bayern Munchen á þessum tíma og Kevin lék með Wolfsburg,“ sagði Fernandinho.
,,Njósnarar Bayern voru að fylgjast með honum og spurðu Pep hvort hann myndi vilja fá hann endanlega til félagsins.“
,,Pep svaraði einfaldlega: ‘Nei, nei, nei, ég vil ekki fá hann. Hann passar ekki inn í liðið okkar.’