Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, var steinhissa er hann ræddi við blaðakonu eftir leik í Meistaradeildinni í vikunni.
Real spilaði við RB Leipzig á þriðjudaginn og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar.
Blaðakonan sem ber nafnið Alessia Tarquinio starfar fyrir Amazon Prime og spurði Bellingham að mjög óviðeigandi spurningu.
,,Viltu koma heim með mér?“ sagði Alessia og svaraði Bellingham einfaldlega: ‘Róleg!’
Myndband af þessu má sjá hér.
Jude’s reaction to the reporter asking if he wants to go home with her. 😂 pic.twitter.com/zNxmOyhTnl
— JBZ (@JBellinghamZone) March 7, 2024