Fjórum leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Sambandsdeildinni. Um var að ræða fyrri leiki í 16-liða úrslitum.
Tveir Íslendingar komu við sögu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson var á sínum stað í byrjunarliði Ajax sem gerði markalaust jafntefli við Aston Villa á heimavelli.
Hákon Arnar Haraldsson var þá í byrjunarliði Lille í þægilegum 0-3 sigri á Sturm Graz. Staðan ansi vænleg fyrir seinni leikinn í Frakklandi.
Í hinum leikjum kvöldsins vann Molde sterkan sigur á Club Brugge, 2-1 og Maccabi Ten Aviv vann óvæntan sigur á Olympiacos, 1-4 á útivelli.
Seinni leikirnir fara fram í næstu viku.