West Ham er óvænt sagt á eftir Marco Reus, hinum reynslumikla leikmanni Dortmund. Football Insider heldur þessu fram.
Hinn 34 ára gamli Reus er goðsögn hjá Dortmund en samningur hans rennur út í sumar. West Ham er sagt vilja nýta sér það og fá hann í sínar raðir á frjálsri sölu.
Félög í Bandaríkjunum og Tyrklandi hafa einnig áhuga á Reus og má búast við að einhver samkeppni verði um hann í sumar.