Sir Jim Ratcliffe og hans félag, INEOS, ætla að taka hressilega til hjá Manchester United eftir að hafa eignast 27,7% hlut í félaginu og tekið yfir fótboltahlið þess.
Ratcliffe mun skoða stóru málin eins og stöðu stjórans Erik ten Hag en hann skoðar einnig hvern krók og kima á bak við tjöldin.
Nú segir Telegraph frá því að INEOS sé að fara yfir starf United goðsagnarinnar Darren Fletcher sem hefur starfað sem tæknilegur ráðgjafi frá því hann lagði skóna á hilluna 2019.
Farið verður yfir hvort ekki sé hægt að nýta fyrrum miðjumanninn betur og svo gæti farið að Fletcher fari í nýtt hlutverk og fái nýjan starfstitil eftir athugun starfsmanna INEOS.
Fletcher er sem fyrr segir goðsögn hjá United en hann spilaði 342 leiki fyrir liðið á sínum tíma og vann allt sem hægt er að vinna.