Kylian Mbappe harðneitar því að samband hans og Luis Enrique, stjóra Paris Saint-Germain, sé í molum líkt og fjallað er um í mörgum miðlum.
Mbappe er á förum frá PSG í sumar en hann verður samningslaus á árinu og er líklega á leið til Real Madrid.
Talið er að Enrique og Mbappe eigi litla sem enga samleið í Frakklandi en sóknarmaðurinn harðneitar þeim kjaftasögum.
,,Er allt í góðu á milli mín og Luis Enrique? Það eru engin vandamál okkar á milli,“ sagði Mbappe.
,,Fólk heldur að það séu vandamál til staðar. Ég glími við mörg vandamál en þjálfarinn er ekki eitt af þeim.“
Mbappe skoraði tvö mörk fyrir PSG í vikunni er liðið sló Real Sociedad úr leik í 16-liða úrslitum.