Arthur Renard sparkspekingur í Hollandi segir að Ajax tæki Erik ten Hag opnum örmum í sumar verði hann rekinn frá Manchester United.
Ten Hag hætti með Ajax fyrir tæpum tveimur árum til að taka við Manchester United, hann gæti brátt fengið rauða spjaldið þar.
„Fólk horfir á hann sem taktískan snilling, en fólk veit af vandræðum hans með Manchester United á þessu tímabili,“ segir Renard.
„Fólk telur að hann hefði getað verslað betur og náð meira úr leikmönnum, fólk horfir á Jadon Sancho sem dæmi.“
„Fólk hefur mikið álit á honum sem taktískum þjálfara. Ajax hefur verið í vandræðum án hans. Sagan er að félagið tæki honum fagnandi ef Manchester United leyfir honum að fara.“
„Hann á marga stuðningsmenn hérna.“