fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Svona lítur undanriðill Íslands út

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 12:53

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dregið hefur verið í riðla í undankeppni EM kvenna 2025 sem fram fer í Sviss. Drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og dróst í riðil A3 ásamt Þýskalandi, Austurríki og Póllandi.

Endi Íslands í efstu tveimur sætum riðilsins fer liðið beint á EM en annars fer það í umspil.

„Þetta er sterkur riðill eins og við var að búast, verandi í A deild. Ég held að þetta geti orðið hörku keppni þar sem öll lið munu taka stig af öllum. Það er auðvitað mjög stutt í fyrsta leik þannig að við þurfum að halda þeirri einbeintingu sem hefur verið í síðustu gluggum. Ég tel okkur hafa fengið góðan undirbúning fyrir þessa undankeppni sem mun vonandi skila sér í góðri frammistöðu í komandi leikjum,“ er haft eftir Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara á vef KSÍ.

Leikdagar í undankeppni EM
Leikdagar eitt og tvö: 3. – 9. apríl
Leikdagar þrjú og fjögur: 29. maí – 4. júní
Leikdagar fimm og sex: 10. – 16. júlí
Umspil eitt: 23. – 29. október
Umspil tvö: 27. nóvember – 3. desember

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah